Aðför að börnum

Ég hef lesið marga dóma og sálfræðiálit í tálmunarmálum. Í málinu sem Petrína vísar í þá kemur það fram ítrekað að móðirin ber ábyrgð á ástandinu. Stelpunni sem um ræðir lýður vel hjá föður sínum.

Petrína gefur því ekki séns að þarna geti hagsmunum barna verið kastað fyrir hagsmuni tálmunarforeldris.

Af hverju lætur löggjafinn umgengnisforeldrið í þá stöðu að fara fram á dagsektir, fara fram á fjárnám, fara fram á innsetningu?

Öll úrræði sem umgengnisforeldri hefur eru til þess fallinn að gera umgengnisforeldrið að vonda foreldrinu og tálmunarforeldrið að fórnarlambi.

Dagsektir renna í ríkissjóð en þegar innheimtubréfið kemur á heimili barns, þá stendur í bréfinu að umgengnisforeldrið sé að hirða þessa peninga. Þeir eru teknir í nafn umgengnisforeldris.

- Berum það saman við meðlag sem innheimt er í nafni Innheimtustofnunar en rennur í vasa lögheimilisforeldris.

Fjárnám, sem er undanfari innsetningar. Það birtist stefna á heimili barns þar sem stendur að umgengnisforeldrið ætli að gera barnið heimilislaust. Peningarnir renna í ríkissjóð, en umgengisforeldrið er gert ábyrgt fyrir óförum tálmunarforeldrisins og þar með ábyrgt fyrir því að barnið er jafnvel að missa heimili sitt.

Innsetning, þar sem barnavernd er látin sækja barn, sem tálmunarforeldri stendur yfir með ógnun gegn barninu þannig að barnið má ekki og þorir ekki að fara í eigin vilja. Ef tálmunarforeldrið býr til mikil læti og er ógnandi þannig að það þarf lögreglu til, þá er það umgengnisforeldrinu að kenna.

Íslensk löggjöf hefur slegið skjaldborg um tálmunarforeldra. FJölskyldusvipting er ofbeldi sem löggjafinn leggur blessun sína yfir með hagsmuni lögheimilisforeldra í huga (95% mæður).

Börnin eru látin þjást og auk þess þjást margar fjölskyldur, feður, ömmur, frænkur, systur, bræður, afar og frændur sem hafa verið svipt með ólögmætum hætti einum  einstaklingi úr fjölskyldunni.

Í mínum huga eru þeir sem horfa framhjá ofbeldi á börnum líka sekir í því ofbeldi sem börn þurfa að þola.

Ráðamenn þjóðarinnar ættu að hugleiða það.


mbl.is Hagsmunir barna hunsaðir í forsjárdeilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband