Bandaríkjahatur komið á mbl.is ?

Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem halda á lofti samsæriskenningum um hriðjuverkaárásirnar 11. sept séu nokkuð betri en hriðjuverkamennirnir sjálfir.

Það er til fólk sem afneitar helför nasista að sama skapi og það er til fólk sem segir fórnarlömb kynferðisbrota hafa boðið uppá það að þeim var nauðgað. Ég tel þetta ekki einungis vera aumkunarvert fólk heldur einnig stórhættulegt fólk.

Aðstandendur fórnarlamba hriðjuverkanna í Bandaríkjunum 11.sept 2001 eiga allt annað skilið en þá fyrirlitningu sem fellst í þessum samsæriskenningum.

Ég held að Íslendingar hefðu bara gott af því að hugsa vel til Bandaríkjamanna án fordóma þó það væri ekki nema einn dag á ári. 11. september væri fínn dagur til þess.


mbl.is Turnarnir féllu „þægilega“ niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Þessar samsæriskenningar eru að mínu mati jafnljótar og hriðjuverkin sjálf. Þeir sem halda þeim á lofti eru að mínu mati jafn klikkaðir og þeir sem stýrðu vélunum.

Ég tel að hriðjuverk felist ekki bara í beinum sprengjum og drápum heldur að hriðjuverk felist ekki hvað síst í því að slá ryki í augu almennings með til dæmis þessum ljótu samsæriskenningum.

Heimir Hilmarsson, 12.9.2011 kl. 09:26

3 identicon

Það er ansi grátlegt að lesa þetta. Það kemur frétt á mbl.is sem gefur til kynna aðra hlið á málinu en áróðursstefnan sem hefur verið einkennandi hér síðustu ár, og þú stekkur upp og talar um öfga-vinstrisinnað Bandaríkjahatur? Kommon maður

 Ertu svo að líkja þeim sem efast um opinberu skýringuna við þá sem kippa sér ekki upp við nauðganir og þá sem afneita helförinni? Er einhver sérstök tenging?

Mér finnst fólkið hættulegra sem sýgur í sig áróðurinn eins og svamp og skýtur niður aðrar hliðar málsins án frekar vitundar um málið, heldur en fólkið sem notast við gagnrýna hugsun og athugar málið betur. Hversu margar "ekkifréttir" hef ég hrakið hér á mbl.is sem einfaldann áróður og lygi, svo ekki sé minnst á einhliða fréttamennsku.

 Ef þig langar í efnislega umræðu um atvikið 9/11, fyrirboða og afleiðingar þá væri ég (og eflaust fleiri) glaður til í það. 

Ég er ekki að gera lítið úr því sem gerðist 9/11 (og ég hef í mörg ár lagt tíma í það að rannsaka þetta mál og opinbera atburðarrásin er svo götótt að erfitt er að verja hana án þess að líta út eins og einhver sem hefur ekkert kynnt sér hina hliðina nægilega vel), en þau hryðjuverk sem hafa komið i kjölfarið víðsvegar um heiminn eru af miklu ógeðfelldri og róttækari toga.

Meira að segja viðurkennd samtök á borð við NATO (North Atlantic Terrorist Unit) komast upp með miklu ógeðslegri hluti en nokkurn tíma 9/11, einmitt í skjóli þeirra sem hlaupa um með augun og eyrun lokuð og hrekja allar samsæriskenningar sem ósannleik því það kom annað fram í fréttunum. ÞAð eru hryðjuverk að gerast um allan heim á hverjum degi í boði þeirra sem þú virðist vera að verja.

En það er rétt hjá þér, fórnarlömbin eiga ekki allt þetta kjaftæði skilið, og ef þú myndir kynna þér það eru ótal fjölskyldur og aðstandendur sem efast stórlega um opinberu útskýringuna og vilja raunveruleg svör frá yfirvöldum. Þau eiga allra síst skilið að fólk stimpli það sem slæmt samsærisfólk fyrir að spyrja spurninga og aðhyllast ekki stjórnvaldaútskýringunni á málinu. En þú ert grienilega löngu búinn að ákveða þig svo ég býst við því að það sé of seint fyrir þig að breyta um skoðun. 

Hversu barnalegt getur fullorðið, menntað fólk verið?

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 10:33

4 identicon

Ekki dæma of fljótt, þeir sem henda samsæriskenningum út úr myndinni strax munu þá aldrei sjá þegar samsæri liggur loksins í loftinu.

Ef þú ert ekki búinn að horfa á nokkrar heimildarmyndir, viðtöl við verkfræðinga og fólk sem veit almennt sínu viti varðandi byggingu og niðurrif byggina þá ættirðu ekki að vera að blogga um þetta.

Óskar Guðmundsson kom með stórfína síðu sem þú ættir að kynna þér því það eru afar margar spurningar sem almenningur hafði sem var svarað á kafloðinn hátt. 

Hrun byggingar 7 og týnda flugvélabrak pentagons þá allra helst.

Hefur einhver slökkviliðsmaður séð byggingu hrynja svona niður við eld? Hvar eru sætin, brakið, stálumgjörðin, lóð og boltar og vél flugvélarinnar við pentagon? Afhverju voru öll video sem sneru að pentagon sprengingunni gerð upptæk og aldrei séð dagsins ljós? 

Mörg video hafa sést af flugvél fara inn í einn tvíburaturn, því fólk var fljótt með video-gemsana sína. Afhverju náði ENGINN að taka upp símann sinn og taka upp video af flugvél fljúga á pentagon bygginguna, og svo fuðra upp töfrum líkast.

Þvílíkur skítaþefur hefur aldrei fundist af neinu máli. 

Gunnar Dagbjartsson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 12:38

5 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Þið getið alveg eins með þessum samsæriskenningum haldið því fram að tvíburaturnarnir hafi aldrei verið til.

Ég efast um að samsæringarsmiðir séu svona heimskir og tel full víst að þær séu einungis búnar til í illum tilgangi. Það liggur gríðarlega mikil vinna á bak við þessar tilbúnu kenningar og því ætti þessu liði að vera það ljóst t.d. að flugvél sem flogið er á yfir 800 km hraða skilur ekki eftir sig mikið brak.

B757 er flogið á um 800 km hraða í venjulegu farþegaflugi. Þessar vélar voru á meiri hraða.

Það eru fjölmörg dæmi um flugslys þar sem lítið sem ekkert brak er þekkjanlegt.

http://911research.wtc7.net/pentagon/analysis/compare/jetcrashdebris.html

http://911review.com/errors/pentagon/crashdebris.html

http://911research.wtc7.net/pentagon/analysis/compare/c130crash.html

Heimir Hilmarsson, 12.9.2011 kl. 14:29

6 identicon

Þú ert ansi viss í þinni sök. Nei, við gætum ekki "alveg eins haldið því fram að tvíburaturnarnir hafi aldrei verið til". Það er ekki sambærilegt né trúanlegt á neinn hátt. Eru þetta rökin þín fyrir sannfæringu þinni? Telur þú að þær röksemdarfærslur sem hafa komið hér fram séu jafn mikið út í bláinn og að halda því fram að turnarnir hafi aldrei verið til.

Kommon... Sýndu smá virðingu.

Hvað eru samsæringarsmiðir? Meinaru þá sem gera sig sekan um að samsæra á alheimsmælikvarða? Ég efast ekki um að þeir sem gera sér grein fyrir því að hér er um samsæri að ræða, gera sér einnig grein fyrir því að þeir sem plottuðu samsærið geri það af hagsmunarástæðum.

Áttiru kanski við samsæriskenningarsmiðina? Sem koma fram með kenningu í þeim tilgangi að leiðrétta samsærið? Í Þessu tilfelli hafa þeir sem hafa grafið hvað dýpst ofan í saumana á þessu máli komist að opinbera útskýringin af atburðinum stenst ekki og hafa ótal mörg rök, gögn og heilbrigða skynsemi því til framdráttar.

Ert þú að gefa í skyn að það sé engin hugsun, rök eða sannfæring á bakvið sjónarmið allra þeirra sem efast um opinberu skýringuna þegar þú segir "og því ætti þessu liði að vera ljóst..."

Flott hjá þér að vitna í heimildir frá þeim sem standa m.a. að baki samsærisins.

http://www.gagnauga.is/index.php?Fl=Straumar&ID=1050

Ég skora á þig að prufa að ögra opinberu útskýringunni og kynna þér efni frá því fólki sem er orðið víst í sinni sök hvað þetta varðar eftir að hafa "ögrað" opinberu útskýringunni. Það eru til ótalmargar heimildarmyndir sem fjalla um málið, og ekki á sama hátt og var fjallað um málið í heimildarmyndinni sem var sýnd á RÚV í gær. Mesta áróðurs og hálf-sannleiks mynd sem ég hef séð. Enda ekki við öðru að búast þegar aðalhetjurnar í myndinni voru menn á borð við Cheney, Rumsfield, Bush og félagar þar sem var verið að lofa þá ítrekað eins og þeir væru hetjur alheimsins.

 Mér blöskraði örlítið við það að horfa á þetta.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 14:37

7 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Ég ætla ekki að munnhöggvast við þig Davið enda tel ég full víst að þó þú fengir 100% sönnun fyrir því að hryðjuverkin hefðu verið framin með þeim hætti sem Bandaríkjastjórn segir, þá myndirðu ekki bakka um þumlung með þitt andóf gegn Bandaríkjunum. Það að eyða í þig orðum tel ég því lélega notkun á tíma.

Mér finnst það hins vegar sorglegt til þess að hugsa að hryðjuverkamenn geti átt sér stuðningsmenn í þessu "friðsæla" landi, Íslandi.

Blessuð sé minning allra fórnarlamba hriðjuverkanna 11. september 2001.

Fórnarlömbin eru ekki bara 3.000 heldur margir tugið þúsunda saklausra borgara víðsvegar um heiminn.

Það er erfið ákvörðun að taka þegar ákveðið er að skjóta niður farþegaflugvél fulla af saklausum farþegum til þess að koma í veg fyrir meiri skaða þegar flugræningjar ætla að nota farþegaflugvélina sem sprengju í stríði sínu. Það er að sama skapi erfið ákvörðun að taka að ráðast inn í lönd sem hýsa hryðjuverkamenn til þess að koma í veg fyrir þann skaða sem þessir hryðjuverkamenn ætla sér. Tugþúsundir saklausra borgara hafa farist. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá hryðjuverkamönnunum, stjórnvöldum sem hýsa þá og stuðningsmönnum þeirra.

Stríð er alltaf af hinu vonda en því miður þá er höfum við ekki alltaf valið. Vesturlönd gátu ekki valið um frið eða stríð við hryðjuverkamenn. Valið stóð kannski aðeins á milli þess að berjast eða bugast.

Heimir Hilmarsson, 12.9.2011 kl. 15:30

8 identicon

Finnst þér það líklegt? Þú byggir alla þína skoðun á ranghugmyndum, í það minnsta hugmyndum sem búið er að sanna sem falskar ítrekað síðustu 10 ár.

Ef sannarleg gögn myndu standast opinberu atburðarrásina þá myndi ég að sjálfsögðu taka mark á þeim. Ég var einmitt að hugsa að segja þetta við þig, því það er nokkuð ljóst að gögnin eru fyrir framan þig og fyrst þú tekur þau ekki gild eða tekur þau öll sem ósannleik þá er það þitt vandamál, ekki mitt. Það tekur hugrekki að skipta um skoðun, og ég væri löngu búinn að því ef opinbera útskýringin væri trúanleg og ekki svona yfirfull af holum og göllum.

Ég hef ekkert andóf gegn Bandaríkjunum sem þjóð, hvenær hélt í slíku fram? Ég dæmi ekki út frá þjóðerni, ég dæmi út frá staðreyndum. Það vill samt svo heppilega til að í þessu tilfelli eru auðsjáanlega m.a. bandarískir ráðamenn sem hafa eytt mörgum áratugum í að tryggja sína hagsmuni á kostnað annara, byggt á fölskum forsendum. Það er engin lygi.

Að ráðast inn í lönd sem hýsa hryðjuverkamenn? Geriru þér ekki grein fyrir því að "war on terror" er einn stærsti blekkingarleikur sem hefur verið settur á sjónarsvið allra tíma.

Bara svona til að finna fyrir mér og sjá hvar þú stendur; Myndiru segja að atferlið í t.d. Libýu síðustu mánuði sé gott dæmi um hversu vel friðarstarfsemishyggja Bandaríkjanna og annara Vesturlanda sé að ganga til að koma í veg fyrir hryðjuverk?

Ég er ekki að skrifa til þín í því skyni að vera á móti skoðun þinni, eða að "munnhöggvast" eins og þú bentir á. Það er engan veginn tilgangurinn. Ég tek því hins vegar fagnandi þegar umræða getur átt sér stað á heiðarlegan máta og án fordóma gagnvart skoðunum hins aðilans.

Það eina sem ég dæmi er ófúsleiki þinn til þess að reyna að skilja viðhorf þeirra sem halda öðru fram en þú, ásamt tregðu þinni til að viðurkenna vandamálið og benda bara á hryðjuverkamanninn eins og hann sé almáttugur. Þú verður að sjá að hryðjuverkamaðurinn og maðurinn sem bendir á hryðjuverkamanninn er sami maðurinn.

 "Fórnarlömbin eru ekki bara 3.000 heldur margir tugið þúsunda saklausra borgara víðsvegar um heiminn."

Tugir þúsunda? Þeir eru ansi fleiri saklausu borgararnir en það sem deyja á hverjum degi fyrir tilstilli árása Bandaríkjahers, NATO og fleiri stofnana sem segjast reyna að viðhalda frið.

Gætir þú tekið undir það að þessar stofnanir beiti verri og harðari aðgerðum gagnvart saklausum borgurum en hefði einhverntímann verið hægt að teikna upp í helli?

Viðurkenniru þá staðreynd að þessar stofnanir bera ábyrgð á dauða þúsunda manna, kvenna og barna á hvejrum degi og að þær vopni og fjármagi m.a. Al-Queada samtökin í Libýu, eru með þeim í liði. Svo segja þeir í fréttum að þeirra helsta ógn séu Al-Queada samtökin til að halda fólki hræddu og fjarri sannleikanum.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 16:35

9 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Samsæringarmenn segja að Osama bin Laden hafi búið í helli og því verið ófær um að skipuleggja hryðjuverk.

Það þarf ekki stórhýsi til þess að skipuleggja hryðjuverk. Það er hægt að skipuleggja hryðjuverk í helli, í tjaldi, í hjólhýsi, höll og fleiri stöðum.Ég leyfi mér að efast um að King Abdulaziz University in Jeddah þar sem Osama stundaði nám hafi verið hellir. Þó hann hafi einhvern tíma komið við í helli þá hafði hann nægileg tækifæri til þess að auðlast þekkingu utan hellisins.

Samsæringarmenn segja að Al-Queada hafi ekki haft burði til þess að skipuleggja hryðjuverkin 11. sept. 2001.

Milljarðamæringurinn Osama hafði þá ekki burgði til þess að kosta flugnám nokkurra hryðjuverkamanna eða að bóka þá í flug í fjórar flugvélar á þremur flugvöllum sem voru með brottfarartíma um svipað leyti

Það sem þarf til þess að skipuleggja svona hryðjuverk er hatur, illska, peningar, leiðtogahæfileiki og meðalgreind. Ég tel nokkuð víst að það hafi allt verið til staðar.

Samsæringarmenn segja að það hafi ekki verið nægilega mikið heillegt af flugvélunum eftir árekstur til þess að þar hafi getað verið flugvél. Það var þá allt of lítið eftir af tvíburaturnunum til þess að þar hafi getað verið háhýsi.

Ef samsæriskenningar hefðu eitthvað til síns máls þá þyrftu menn ekki að grípa til svona aulalegra fullyrðinga sem engan veginn standast.

Ef samsæringarmenn ætla að láta hugsandi fólk trúa sér þá þurfa þeir í það minnsta að hætta með svona bull rök sem standast enga skoðun.

Það er hægt að segja misjafna hluti um öll þjóðríki og Bandaríkin eru þar síst undanskilin. Það gerir hryðjuverkamenn ekkert betri.

Heimir Hilmarsson, 12.9.2011 kl. 17:15

10 identicon

Af hverju segir þú "öfga vinstri hatur"?

Kynntir þú þér mannin og flokkinn sem hann var á þingi fyrir?

Venjulega eru það þeir sem andmæla "federalinu" í Bandaríkjunum sem eru efasemdarmenn í þessu. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 18:20

11 Smámynd: Þór Melsteð

Heimir, ég er sammála um að samsæriskenningarnar séu fáránlegar og heimskulegar og eigi ekki við nokkur rök að styðjast. Það er fyrir lifandis löngu búið að sýna fram á að "hefðbundna" útskýringin er rétt. Allir þeir sem væla um WTC 7 og tala um sprengjur og svoleiðis kjaftæði hafa ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um. Það er í raun jafn vitlaust og að rífast um þróun vs sköpun. Annað er staðreynd, hitt er þvæla.

En ég er alls ekki sammála um að þar sé um að ræða "öfga vinstri hatur".

Ástæðan er einföld. Öfgamenn á vinstri eru HLYNNTIR yfirræði stjórnvalda. Samsærissjúklingarnir trúa hins vegar að yfirræði stjórnvalda sé meira en það er og eru upp til hópa á móti alríkisstjórn og tortryggnir um ríkisstjórnir yfirhöfuð. Það er því rakalaust að segja að þar sé á ferðinni "öfga vinstri" hópur.

Það eitt að fólk bendli Bush við þessar fantasíur sínar hefur lítið með pólitík að gera og nánast allt með paranoiu gagnvart yfirvaldi að gera. Flest af þessu sama fólki trúir því að Clinton hafi látið myrða fullt af pólitískum andstæðingum sínum - og af sömu ástæðu: paranoiu gagnvart yfirvaldi.

Þór Melsteð, 12.9.2011 kl. 19:58

12 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Ég viðurkenni fúslega að "öfga vinstri" var algerlega ofaukið í fyrirsögninni og biðst afsökunar á því. Athuga hvort ég geti ekki breytt því. Góð ábending.

Heimir Hilmarsson, 12.9.2011 kl. 21:43

13 identicon

Eins og að tala við vegg.

Hafðu það gott og lifðu vel í kassanum þínum. Fullyrðingar þínar um "samsærismenn" ná engri átt og undirstrika gagnrýni mín á skrif þín.

Það er nefninlega fyrir lifandis löngu búið að sýna fram á að "hefðbundna" útskýringin sé rétt. Þvílik vitleysa. Ég er samt sem áður sammála þér um asnalegheitin á titlinum. Gefur til kynna skort þekkingar höfundar á málefninu.

Paranoia gagnvart yfirvaldi hefur ekkert að gera með þá glæpi sem yfirvöld hafa trekk í trekk framið.

Hvernig getur þú sannfært einhvern um að þú hafir eitthvað hundsvit á þessu ef þú kemur ekki með nein rök sem standa því að baki.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 21:51

14 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Skrif þín Davíð bera vott um mikla heift. Þú krefur mig um rök en ert sjálfur rakalaus. Ég sé ekki annað en staðhæfulausar fullyrðingar sem eiga ekkert skilt við vitrænar rökræður. Þú mátt kalla mig vegg ef þú vilt. Ef þú heldur svo áfram að tala við vegginn þá er kannski bara eitthvað meira að.

Heimir Hilmarsson, 12.9.2011 kl. 22:25

15 Smámynd: Þór Melsteð

Davíð, í fyrsta lagi sýnist mér þú vera að svara Heimi með því að vitna í mín skrif.

Í öðru lagi þá bý ég í Bandaríkjunum og þarf að heyra þessa vitleysu hvað eftir annað. Ég er margbúinn að skoða allt þetta rugl sem kemur frá fólki þínum megin í þessu og röksemdafærslan er svo slök að þetta er heimskulegra hjal en kemur frá fólki sem trúir að jörðin sé flöt. Þessi hópur er búinn að ákveða að um samsæri sé að ræða og það skiptir nákvæmlega engu hvaða sönnunargögn eru til staðar, þau sem ekki passa við fyrirfram mótaðar ranghugmyndir eru hundsaðar og þegar fólk ekki gleypir við kjaftæðinu þá er það annað hvort partur af samsærinu eða "eins og að tala við vegg" eins og þú orðaðir það.

Ég hef hvorki ástæðu né áhuga á því að sannfæra þig eða nokkurn annan um eitt eða neitt, því ég veit að það gerist aldrei. Fólk sem gleypir við þessum paranoiuáróðri filterar allt í gegnum sömu kjaftæðissíuna og getur ekki skilið eða viðurkennt að til séu sönnunargögn sem ekki hentar þeirra málsstað.

Ég er vita trúlaus og er efasemdarmaður með endemum - en ég er líka raunsæismaður sem fylgir sönnunargögnum hvert sem þau leiða og er fullfær um að beita rakvélablaði Occams. Það þarft þú að læra að gera líka.

Hvort er líklegra, að samsæri sem nauðsynlega þyrfti að vera milli þúsunda einstaklinga, ríkisstarfsmanna, verkamanna í einkageiranum, löggæslumanna, hermanna og sprengjusérfræðinga, sem hefðu þurft að eyða a.m.k. 2 vikum í hverri byggingu að setja upp sprengjubúnað án þess að neinn af þeim 25.000 sem unnu í WTC yrðu þeirra varir.

Hvað varðar hrun bygginganna þá hefur tölvulíkan af skemmdunum verið unnið af sjálfstæðum vísindamönnum sem allir hafa komist að sömu niðurstöðu - eða að 19 hryðjuverkamenn hafi komist í gegnum lélega öryggisgæslu flugvalla, rænt flugvélum og flogið þeim inn í byggingar sem svo brunnu og hrundu vegna gífurlegra skemmda?

Svarið er augljóst hverjum sem hugsar rökrétt.

WTC samsæriskenningar eru kjaftæði frá a til ö og eru hrein móðgun við alla sem þar fórust.

Þar sem ég hef engan áhuga á að halda frammi neinu rifrildi við þig, þá bið ég þig vel að lifa.

Þór Melsteð, 12.9.2011 kl. 22:42

16 Smámynd: Þór Melsteð

PS. vegna uppfærslu eftirá, þá bættust óvart við greinarskil sem brutu upp spurninguna mína um hvort væri líklegra.

Þór Melsteð, 12.9.2011 kl. 22:50

17 identicon

Y2K er hugmynd Bandaríkjastjórnar sem lag.  Fólk var of undirbúið.

Eða hver er skoðun manna?  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 05:24

18 identicon

Það liggur engin heift á bakvið mín skrif þó þú túlkir það á þann hátt. Ég hef fyrr í umræðunni spurt þig hvort hægt sé að ræða þetta efnislega en svörin sem ég fæ halda áfram að alhæfa að "samsærissinnarnir" hafi rangt fyrir sér, vegna þess að "það sé löngu búið að komast að þeirri niðurstöðu að "hefðbundna" útskýringin sé rétt."

Ef tækifæri á efnislegri umræðu á sér stað þar sem heimildir fá sinn sess og almennilegar rökræður út frá þeim heimildum eiga sér stað þá er ég alveg til í það. Ég hef þó gert það áður, ásamt fleirum, en þeir sem vilja ekki aðhyllast þeim rökum sem hægt er að færa um að atburðarrásin standist ekki nánari skoðun hafa endurtekið skotið það niður með rökleysu, getgátum og útúrsnúning.

Heimir : Það er fullt af fólki sem býr líka í Bandaríkjunum og hefur komist að sömu niðurstöðu en þú. Það er líka fullt af fólki í Bandaríkjunum sem gerir sér grein fyrir hinni hliðinni, að ekki sé allt sem sýnist. Það að þú búir í Bandaríkjunum þýðir ekki að þú hafir rétt fyrir þér. Það eru nógu og margir fræðimenn, sjálfstætt starfandi blaðamenn, byggingarverktakar og fólk úr allskonar áttum sem hafa afsannað opinberu skýringuna trekk í trekk. Það er líka til nóg af myndefni og vitnum sem hafa gert slíkt hið sama.

Nú, ég fer ekki að mata í ykkur heimildum ef umræðan hefur ekki boðið upp á það hingað til. Það væri fásinna og eyðsla á púðri. Viðfangsefnið er einfaldlega of vítt og margþætt til þess að geta með afgerandi hætti komið þeim fyrir í bloggfærslu. Ég ætla samt að benda á nokkrar heimildarmyndir sem spyrja spurninga varðandi opinberu skýringuna.

http://gagnauga.is/index.php?Fl=Greinar&ID=140 (aragrúi af heimildarmyndum og tengdu efni neðst á síðunni)

"Þetta eru nokkrar heimildarmyndir, en til eru ótal fleiri. Þar að auki eru þúsundir vefsíða tileinkaðar þessum málstað. Ef þú hugsar rökrétt felur það í raun í sér ranghugmyndir um eigið ágæti að áætla að allir þessir aðilar sem tekið hafa að sér þá vinnu að gera heimildarmyndir eða halda uppi vefsíðum um þetta séu bara ruglaðir. Eða að þeir séu að reyna að plata pening úr fólki, þar sem engin þessara mynda er sérstaklega líkleg til vinsælda og flestar eru gefnar frítt á netinu. Það felur í sér aðra samsæriskenningu út af fyrir sig að finna út hvers vegna svona ótrúlega margir eru nánast að tileinka lífi sínu því starfi að koma þessum upplýsingum á yfirborðið. Ert þú svo ótrúlega klár að þú getir bara vitað að þetta sé rangt án þess að hafa horft á einu sinni eina heimildarmynd í fullri lengd um málið? Kannski ekki. Svo ég bið þig því að prófa, við getum breytt þessu."

 Viljið þið byrja umræðuna upp á nýtt? Ég er bara til í það ef öll vopn eru lögð til hliðar og ekkert stendur eftir nema opinn hugur og almenn skynsemi. Í þessari umræðu gætum við skipts á heimildum og það þarf að fylgja loforð um að einlæg skoðun á þeim fylgi. Ég er fyrir löngu búinn að kynna mér báðar hliðar málsins, og hef vappað á milli þar til spurningar byggðar á staðreyndum sannfærðu mig. Staðreyndirnar og spurningarnar eru einfaldlega of margar til þess að geta litið framhjá þeim.

Skemmtileg samantekt rétt í lokin. Tíu stutt myndbönd af embættismönnum og ráðamönnum að missa út úr sér eitthvað sem þeir hefðu betur mátt sleppt.

http://www.stumbleupon.com/su/1KBApL/www.lookingglassnews.org/viewstory.php%253Fstoryid%253D7231

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 14:05

19 Smámynd: Þór Melsteð

Davíð, þú virðist ekki fylgjast mikið með því við hvern þú ert að tala.

Það var ég sem sagðist búa í Bandaríkjunum, ekki Heimir.

Það var ég sem sagði að löngu væri búið að sanna að "opinbera" skýringin er sú rétta, ekki Heimir.

Enginn. Ég endurtek - ENGINN hefur afsannað eitt eða neitt hvað varðar opinberu skýringuna. Paranoiuþvaður eins og Loose Change sem spyr heimskulegra spurninga byggðar á óheiðarlega framsettum forsendum afsannar ekki neitt, ekki frekar en rugl síður eins og answersingenesis.org afsanna þróunarkenninguna. Óheiðarlegar spurningar eru ekki sönnunargögn fyrir einu eða neinu.

Það er ástæða fyrir því að ég minnist á þessa genesis síðu, því heilaþvotturinn og þvermóðskan þar er nákvæmlega sama eðlis og sú í þér og þínum líkum.

Einnig, þessi setning hjá þér varðandi "opinn hug" er gjörsamlega glórulaus. Það að hafa opinn huga þýðir ekki að maður hendi frá sér rökum og aftengi kjaftæðisfilterinn, því þá fyllist hausinn af rugli og þvælu og rök og staðreyndir komast ekki inn lengur. Skrif þín hér eru ágætt dæmi um slíkt.

Ég nenni svo ekki að ræða þetta frekar. Ég veit að það er ekkert sem ég get sagt sem sannfærir þig um hvað þú hefur illilega rangt fyrir þér, svo ég sé engan tilgang með því að halda því áfram. Vildi samt leiðrétta þetta rugl þar sem þú talar niður til Heimis vegna minna skrifa.

Góðar stundir.

Þór Melsteð, 14.9.2011 kl. 01:22

20 identicon

Ég afsaka nafnaruglinginn. Ég átti sannarlega við þig Þór. Ég talaði ekki niður til Heimis í þessum póst, og ætlunin var ekki að tala niður til þín, enda gerði ég það aldrei. Ég benti hins vegar réttilega á það að þó þú búir í bandaríkjunum þá gefur það þér ekki rétt til þess að tala niður til þeirra sem kaupa ekki opinberu skýringuna.

Restin af því sem þú sagðir er eitthvað sem ég gæti alveg eins sagt við þig. Innantóm orð og tilraun til að bera mig saman við heilaþveginn, þvermóðann rugludall.

Það kemur mér ekkert á óvart að þú viljir ekki ræða þetta frekar. Reyndar er ég sammála fyrst þú tókst ekki undir þá hugmynd að endurvekja umræðuna á málefnalegum grundvelli. Heimildarstríð hefði verið niðurstaðan og ég tel mig vera nógu bjartsýnan að halda því fram að þær heimildir sem styðja hugmyndir mínar af atburðarrásinni myndu hafa sigur úr bítum. Ef algerlega óháður einstaklingur, sem hefði enga vitneskju um 9/11,  myndi fá báðar hliðar rökstuddar á borð fyrir framan sig, hef ég fulla trú á að sá hinn sami myndi ekki aðhyllast opinberu skýringunni yfir hina.

Ég þekki nógu marga fyrir sem höfðu ekkert kynnt sér málið og eftir rannsókn á málinu komist að svipaðri niðurstöðu. Þetta fólk er ekki heilaþvegið lið, öllu frekar skynsamt.

Eigðu góðar stundir sömuleiðis

Ást og vinsemd :)

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 02:52

21 identicon

Davíð,  fólk upplifir viðburði mismunandi.

Ég held að ég hafi horft á fréttir daglega til þess að fá að vita allt.  Ég var svo heppinn að vera í vinnu hjá sjálfum mér og notfærði mér það aðeins.

Það var fullt af vitnum sem sagði frá, það var ekki vinsað úr þá því það var ekki búið að því.  Engir tveir sjá saman hlutinn eins þegar þeir gerast svona snöggt.

Hús með stálbitum eru hönnuð þannig að þau falli í sjálft sig.  Rúðurnar í tvíburaturnunum sem springa (og menn segja að sé eftir skipulegar sprengingar) er "loftþrýstingur" því einhvert verður loftið að fara sem var þar áður.

Við fengum að sjá myndir af hryðjuverkamönnunum ganga upp í flugvélarnar, allavega tékka inn á flugvöllinn í þessi flug.

En það er auðvitað ekki hægt að sanna þetta.  Ég get ekki sannað þetta því ég var ekki á staðnum.  Á ég þess vegna að spyrja mig hvort þetta er rétt því ég get ekki sannað þetta eins og hægt er að sanna stærðfræðiformúlur?

Hús 7 hrundi eins og það gerði.  Það er hægt að pæla mikið í því.  Það lá strax ljóst fyrir að það væri stór skemmt og að það væri við það að hrynja.

Einu sinni keyrði bíll á hús foreldra minna.  Fyrst fór hann í gegnum garð nágrananna.  Þetta hafa verið svona 7 metrar.  Það voru aðeins smávægilegar skemmdir í garðinum við veginn.  Svo ekkert í garðinum nema þar sem bíllinn svo stöðvaðist.  Ég sá bílinn fyrst þegar verið var að lyfta honum upp.  Vegna þeirra sannana sem ég hef og vegna þess að engin vitni voru, get ég fullyrt að bílnum hafi verið komið fyrir.  Það var einnig fyrsta hugsunin mín þá.  Þetta var svo furðulegt allt saman. 

Ég ákvað sjálfur að keyra á fullu þaðan sem ökumaðurinn hóf aksturinn.  Það var engin leið fyrir mig að ná þeim hraða sem þurfti.  Fyrir mér virtist það ómögulegt að hemla ekki eða þá ómögulegt að missa stjórn á bílnum við þessar aðstæður.

Þó svo að ég hafi sjálfur gert ransóknir, oftar en einu sinni, þá er ég sáttur við það að stráksi missti stjórn á bílnum og lenti á húsi foreldra minna. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 04:52

22 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Aðstandendur fórnarlamba hriðjuverkanna í Bandaríkjunum 11.sept 2001 eiga allt annað skilið en þá fyrirlitningu sem fellst í þessum samsæriskenningum."

Fátt finnst mér ómerkilegra en að beita þessum vesalings aðstandendum fyrir sig þegar þeir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Aðstandendurnir eiga skilið að það sem gerðist verði rannsakað, öll gögn gerð opinber og að þeir sem eru ábyrgir veriði sóttir til saka. Hvorki meira né minna. Þeir hafa ekki fengið það og á því bera stjórnvöld í BNA ábyrgð.

"Ég held að Íslendingar hefðu bara gott af því að hugsa vel til Bandaríkjamanna án fordóma þó það væri ekki nema einn dag á ári. 11. september væri fínn dagur til þess."

Ef það að vilja að sannleikurinn um 911 komi í ljós felur það í sér að hugsa ekki vel til almennings í BNA, þá ert þú á villigötum.

Hugsaðu aðeins um eftirmála 911. Glæpurinn gegn almenningi í BNA sem þá var framinn og er annþá verið að fremja er miklu stærri en glæpurinn sem þessir hryðjuverkamenn frömdu 911. Almenningur í Bandaríkjunum hefur verið sviptur frelsi og réttindu. Almenningur í Bandaríkjunum hefur borgað fyrir stríð með blóði og peningum. 911 var notað sem afsökun fyrir að fara út í þessi stríð. Ef einhver heldur að þessi stríð hafi á einhvern hátt dregið úr hættunni á hryðjuverkum eða aukið öryggi fólks á vesturlændum, þá fer hann villur vega.

Lifi Bandaríkin og Bandaríkjamenn og megi þeir sem skjótast losna undan oki brjálaðra hermangara sem hafa nú þegar nánast keyrt landið í gjaldþrot.

Hörður Þórðarson, 14.9.2011 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband