Peningarnir eru í Bretlandi

Segjum NEI við IceSave.

Hvar búa skúrkarnir sem bera ábyrgðina? Í Bretlandi.

Hvar eru aflandsreikningarnir sem notaðir voru til að fela peningana? Í Bretlandi. (aflandseyjum Bretlands)

Hvar eru eignir skúrkanna? Í Bretlandi.

Hvar borga skúrkarnir skattana sína? Í Bretlandi.

Hvar fjárfestu skúrkarnir? Í Bretlandi.

Hverjir eru í bestri stöðu til þess að ná peningunum beint af skúrkunum? Bretar.

Hverjir vernda skúrkana og peningana sem þeir stálu undan? Eru það ekki Bretar?

===

Helstu rökin sem ég hef heyrt fyrir því að við eigum að borga IceSave er að málið sé leiðinlegt og að því ljúki með því að samþykkja ríkisábyrgð á upphæð sem getur verið einhverstaðar á milli 30 og 900 milljarðar. Jafnvel meira ef krónan hrynur.

===

Ef ég er beðinn um að ábyrgjast lán fyrir fjölskyldumeðlim, þá þarf ég að gera upp við mig hvort ég geti borgað þá upphæð sem ég gengst í ábyrgð fyrir. Það er grundvallaratriði.

Ef ég ræð við þá upphæð þá get ég velt fyrir mér öðrum mikilvægum þáttum eins og hvort ég treysti lánþeganum til þess að standa í skilum og hvort ég yfir höfuð vilji ganga í ábyrgð fyrir viðkomandi.

===

IceSave er ekki skilgreind upphæð en óhætt er að gera ráð fyrir því að upphæðin geti verið á bilinu 30 til 900 milljarðar.

Þegar ég met hvort ég geti ábyrgst þessa upphæð, eða minn hluta upphæðarinnar, þá þarf ég að gera ráð fyrir því öll upphæðin lendi á ábyrgðinni.

900 milljarðar eru 3.000.000,kr pr hvern einstakling. Það gerir 15.000.000,kr. fyrir mína fjölskyldu.

15 milljónir eru stærri upphæð en ég myndi ábyrgjast fyrir mína nánustu.

Landsbankinn, fyrrverandi eigendur og núverandi eigendur hans standa mér mun fjær þannig að það er útilokað að ég vilji ábyrgjast þessa upphæð fyrir þá.

Þess utan þá treysti ég ekki því að peningarnir komi frá þrotabúi Landsbankans ef ríkisábyrgð verður samþykkt.

Það eru mun meiri líkur á því að þrotabú Landsbankans greiði IceSave skuldina ef engin ríkisábyrgð er á IceSave.

 

Ég verð að segja að lokum að ég hef samúð með Hollendingum, þar sem ég veit ekki til þess að þeir hafi hagnast svo mikið á hruni Íslands. Bretar ættu að sjá sóma sinn í því að borga Hollenskum innistæðueigendum tap þeirra og vinna svo að því að ná peningunum af skúrkunum sem búsettir eru í Bretlandi.


mbl.is Mjótt á mununum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sammála þér.

Kristbjörg Þórisdóttir, 21.3.2011 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband