Léleg ástæða til að skuldsetja þjóðina

Það eru eflaust til margar lélagar ástæður fyrir því að láta íslenskan almenning ábyrgjast skuldir Landsbankans. En ástæða borgarstjóra er sú lélegasta sem ég hef heyrt. Því miður þá er hann ekki sá eini sem er þessarar skoðunar. Ég er nokkuð viss um að ef þjóðaratkvæðagreiðslan endar þannig að þjóðin tekur á sig sök fjárglæframannanna með því að ábyrgjast það sem þeir stálu undan, þá er það vegna þessarar lélegu ástæðu.

Borgarstjóri segir: „Ég ætla að greiða atkvæði með því, ekki vegna þess að ég skilji það eða ég telji að það sé rétt, heldur er ég einfaldlega orðinn frekar leiður á málinu. Ég ætla að kjósa það í burt,"

Með því að segja Já við IceSave er ekki verið að kjósa málið burt. Það að skrifa upp á óútfylltan tékka sem greitt er af um ókomna framtíð er langt frá því að "kjósa það burt".

Með því að segja Já við Icesave er verið að kjósa mikla óvissu yfir okkur, börnin okkar og barnabörn um ókomna framtíð.

Klárum frekar að gera upp Landsbankann og borgum allt sem kemur út úr honum. Látum IceSave málið bíða þangað til.

Það er um margt annað að hugsa og nógur tími til þess að hugsa um IceSave þegar ljóst er orðið hversu mikið eftir stendur.

Ef við segjum Nei við IceSave, þá er nokkuð ljóst að IceSave er komið út af borðinu í bili. Með því að segja Já er IceSave komið til þess að vera.


mbl.is Bölsýnn borgarstjóri í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála þér og ég hef ekki skilið af hverju það er ekki farin sú leið sem skynsemin segir að fara eigi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.3.2011 kl. 17:37

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Verst er að fólk skuli halda að með því að skuldsetja þjóðina meira og meira að þá muni alt ganga vel,

Eins og Ingibjörg sagði með skynsemina en þegar við höfum ekki skinsamt fólk í forustu á þingi og fólk vill trúa þeim eru góð ráð dýr en eitt er víst að ég segi nei nei nei þann 9 apríl.

Jón Sveinsson, 15.3.2011 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband