Eigum við eitthvað til að missa?

Ég tek það nú strax fram að ég er enginn Evrópu sinni, en ég velti samt upp þeirri spurningu, hverju höfum við að tapa af okkar svokallaða "sjálfstæði" við það að ganga í ESB?

Íslenska þjóðin tapaði fiskimiðunum í hendur "kvótaeigenda" fyrir tuttugu árum.

Íslenska þjóðin tapaði Hitaveitu Suðurnesja til Kanada á þessu ári.

Íslenska þjóðin tapaði Landssíma Íslands ásamt öllu jarðlínukerfi íslendinga til erlendra kröfuhafa nú nýverið.

Fjármálastefnu ríkisins er fjarstýrt frá höfuðstöðvum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Mjög fljótlega verður íslenski fáninn bannaður þar sem á honum er trúartákn kristinnar trúar, líkt og gert var í Ítalíu með krossa í skólastofum. Skjaldarmerki íslendinga fer á sama tíma.

Ísland hefur löggilt langt yfir 90% af tilmælum Evrópusambandsins þannig að lagasetning á Íslandi fer nú þegar mikið til fram í höfuðstöðvum ESB.

Hvaða sjálfstæði erum við að tala um?

Ef íslenska þjóðin vill sjálfstæði, þá þarf þjóðin að rísa upp gegn þessu spillta stjórnmálakerfi sem afsalað hefur sjálfstæðinu jafnt og þétt undanfarin ár.

Það er ekki nóg að þykjast vera sjálfstæð þjóð og þykjast vera rík þjóð þegar raunin er allt önnur.


mbl.is Ekki ganga í ESB!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég vil fá að leiðrétta þig aðeins. Það fer algjörlega eftir því hvernig þú lítur á málið hvort að fiskimiðin kringum landið hafi tapast í hendur kvótaeigenda. Mjög margir líta einmitt ekki þannig á málið. Ég er einn þeirra. Þjóðin á ekkert með það að eiga hvorki fiskinn í sjónum né nýingarrétinn á honum. Fiskurinn á sig sjálfur en þeir sem að eiga atvinnutækinn til þess að nýta fiskinn eiga að sjálfsögðu að eiga nýtingarrétinn á honum. Átt þú skip sem að getur stundað veiðar við Hatton Rockall? Hélt ekki, en samt viltu eiga nýtingarrétt á kolmunna sem að er veiddur þar?? Nýingarrétturinn og atvinnutækin til þess að nýta fiskimiðin eiga að fara saman, gildir þá einu hvort að um er að ræða stórútgerðarmanninn eða trillukarlinn.

Annað sem tapast eru þau þúsundir starfa við sjávarútveg. Með inngöngu í ESB þurfum við bæði að hleypa erlendum skipum inn í lögsöguna, en einnig opnast sá möguleiki að íslenskir útgerðarmenn geti leigt erlendi skip með erlendum áhöfnum til þess að veiða íslenskan kvóta. Þannig mun íslenskur afli veiddur í íslenskri lögsögu aldrei skapa atvinnu né aðrsemi fyrir íslendinga.

Svo má líka benda á að gegnum skatttekjur, bæði frá sjómönnum en líka útgerðinni þá hefur þú kæri vin, sem og allir landsmenn miklar tekjur af sjósókn kringum landið.Þessar tekjur falla að hluta til niður þegar íslenskar áhafnir verða undirboðnar við veiðar á íslenskum kvóta. Þær falla síðan að öllu leyti niður ef að erlend skip hefja svo veiðar kringum landið.

Þess vegna mælist ég til að þú endurskoðir aðeins hug þinn varðandi það hvort að við höfum nokkru að tapa. Íslenskur sjávarútvegur, burtséð frá deilum um eignarhald á nýtingarrétti á fiskimiðum kringum landið, hefur ávallt staðið fyrir hluta samneyslunnar og mun gera það áfra, nema við göngum í ESB.

Jóhann Pétur Pétursson, 8.7.2010 kl. 10:03

2 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Sæll Jóhann,

Þó ég geti ekki verið sammála þér um hver á að eiga nýtingarréttinn á auðlyndum landsins þá viðurkenni ég alveg að þó við séum búin að tapa flestu af sjálfstæði þjóðarinnar, þá töpum við enn meiru við inngöngu í ESB.

Íslenskir útgerðarmenn myndu halda áfram að sækja fiskinn og selja hann þó kvótinn væri ríkiseign.

Ég er alveg þeirrar skoðunar að auðlyndir landsins eiga að vera þjóðareign (ríkiseign).

Auk þess er ég þeirrar skoðunar að allt það sem þjóðin ber ábyrgð á ber að vera í þjóðareign (ríkiseign).

Þjóðin (ríkið) verður til dæmis að halda úti fjármálakerfi og til þess þarf þjóðin (ríkið) að reka banka með ríkisábyrgð.

Það getur líka verið nauðsynlegt að einkabankar séu starfandi en slíkir bankar eiga aldrei að njóta ríkisábyrgðar. Ef þeir eru ríkistryggðir, þá er eðlilegra að þeir séu í ríkiseign þannig að ávinningur og áhætta séu á sama aðila.

Hrun á efnahagslifi Íslendinga má sennilega rekja allt til upphafs framsals á veiðiheimildum. Þá byrjuðu menn fyrir alvöru í Matador leik. Útgerðir fóru að veðsetja óveiddan fisk í sjónum til að komast yfir gríðarlegt fjármagn sem oft fór í allt annað en sjávarútveg.

Kvótakerfið var byrjunin en á eftir kom allt hitt ruglið í sama dúr og þar með einkabankar sem stýrt var af "mafíósum" sem að því er virðist notuðu peninga bankanna eins og sína eigin peninga og nutu allan tíman ábyrgðar ríkisins. "Mafíósar" græddu og þjóðin (ríkið) bar ábygðina.

Þegar allt svo hrundi þá áttu margir kvótabraskarar stórar fúlgur inni á bankareikningum. Hærri upphæðir en venjulegur maður getur ímyndað sér. Stjórnmálamenn ákveða því að setja á neyðarlög til að tryggja allar innistæður þessara manna. Matador peningum breytt í íslenskar krónur á kostnað þjóðarinnar. Hagfræðin segir okkur svo að útgerðin geti ekki þrifist nema með sölu á veiðiheimildum. Sem þýðir þá að útgerðir landsins geti ekki þrifist nema bankakerfið breyti Matador peningum útgerðarmanna í krónur.

Auðvitað á ríkið að eiga kvótann. Útgerðarmenn eiga að búa til peninga úr fisk en ekki Matador.

Heimir Hilmarsson, 8.7.2010 kl. 11:32

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Heimir, þú talar mikið um þjóðareign og vissulega er ég sammála að allar þessar Auðlindir okkar eiga að vera Þjóðareign. Það er búið að vera mikið kappsmál hjá Forsætisráðherra okkar að allt verði Þjóðareign eða ALMANNAEIGN eins og hún segir. Við inngöngu í ESB þá yrðu allar okkar Auðlindir sem væru Þjóðareign Almannaeign innan ESB og hvað segir það okkur.... Jú Almannaeign ESB og þar sem við Íslendingar yrðum bara pínulítill punktur á kortinu hjá ESB vegna þess hversu fá við erum og ekki nema rúmlega 300,000 manns á þessu mikla Landrými þá er spurningin hversu miklu við munum ráða þegar til kemur... Af  hverju er ekki hægt að leggja það fram fyrir okkur sem ESB hefur að bjóða og leyfa okkur að vega og meta hvort þetta er það sem við viljum og segja hug okkar... Þetta er kúgunar aðferð og svik og prett sem er verið að beita hérna segi ég til að eignast Auðlindir okkar og taka allt það Sjálfstæði af okkur sem við eigum....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.7.2010 kl. 17:10

4 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Sæl Ingibjörg,

Það sem ég er að reyna að benda á er að við erum að afsala okkur öllu sjálfstæði þrátt fyrir að við erum ekki í ESB. Við höfum gefið og selt frá okkur auðlyndir þjóðarinnar. Það er enn að gerast með núverandi ríkisstjórn. Enn er einkavæðingin í fullum gangi og ekkert betri en sú einkavæðing sem gagnrýnd hefur verið hjá fyrri ríkisstjórnum.

Ég vill standa fyrir utan ESB enda er ég fyrrverandi landsbyggðarmaður og veit hvernig það er að búa í afskektu fámenni sem þarf að treysta á ríkisstjórnir sem hugsa mest um höfuðborgarsvæðið. Ef Ísland fer í ESB, þá verður Ísland eins og lítið sjávarþorp úti á landi sem ekki má róa til fiskjar nema eftir ströngum fyrirmælum frá höfuðborginni en þess í stað látið í té einhverjir niðurlægjandi dreifbýlisstyrkir.

Ég tel að tími sé kominn til að við tökum ákvörðun um hvort við viljum vera sjálfstæð þjóð. Við erum það ekki í dag og við verðum það ekki innan ESB. Ef við viljum vera sjálfstæð þjóð þá þurfum við að huga vel að því sem þjóðin þarf að eiga til að halda sjálfstæði sínu. Einu sinni var það kallað þjóðareign en það þykir ekki nógu gott af því þjóðin hefur ekki kennitölu. Almannaeign er annað orð yfir það sama en þar er heldur engin kennitala. Það sem átt er við með þjóðareign eða almannaeign er í raun bara ríkiseign. Ríkið er þjóðin og ríkið er almenningur.

Íslensk stjórnmál hafa sýnt okkur það að einkavæðing auðlynda Íslands er er ekki bundin við hægri flokka eða vinstri. Ég tel þetta meira bundið við spillingu sem er óháð pólitískri stefnu.

Ég er mjög fylgjandi einkaframtaki og tel að ríkið eigi að vera hvetjandi fyrir einstaklinga til að koma sér áfram á eigin vegum. Hægri stefna ætti að berjast fyrir frelsi einstaklinga til að bjarga sér sjálfir. Hver einasti Íslendingur ætti til dæmis að hafa leyfi til að róa til fiskjar í atvinnuskyni þegar honum dettur það í hug. Einu skilyrðin sem ættu að vera á því væru tegund veiðarfæra, stærð báts, skipstjórnarþekking, tilskilinn öryggisbúnaður, hvernig farið er með fiskinn og þess háttar. Ég tel það fjarstæðukennt að hægt sé að útrýma fiskistofnunum með handfærum við strandlengjuna.

Ríkið verður hins vegar að eiga grunnstoðir þjóðarinnar og ríkið má ekki ganga í ábyrgð fyrir einkageirann eins og gerðist með einkabankana.

Heimir Hilmarsson, 9.7.2010 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband