Eyjafjallajökull mótmælir IceSave!

Hvað þarf til að fá Gordon Brown til að hætta að kássast upp á Íslendinga.

Láti hann ekki af hótunum núna, þá má búast við því að Katla taki við og það getur haft alvarlegar afleiðingar sbr. fyrri tíð.

Ég mæli með að Bretar láti okkur í friði og snúi sér að útrásarvíkingum sem jú flestir eru nágrannar Gordons í Bretlandi og peningarnir eru jú líka á Breskum reikningum að öllum líkindum.

Húrra fyrir Íslandi sem stendur með Íslendingum í IceSave málinu. :)


mbl.is Öllu flugi um Lundúnir aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara Icesave heldur öllu ruglinu, sem hefur verið hér í gangi. Nú Icesave hefur verið kært til fraud Office hjá Sameinuðu Þjóðunum. Lehmann Brothers og Goldmann Sax lögðu á ráðin eftir vitnisburði Max Keiser í Silfri Egils.

Ég kærði athæfið. Niðurstaðan verður sú að Icesave verður fellt niður. Hins vegar þarf að taka á glórulausu siðleysi fv. Stjórnvalda og Embættismanna. Sérstaklega þeim aðilum sem hefur með ofríki vaðið yfir Íslensku þjóðina og komið landinu á lista viljugra þjóða. Það eitt er landráð og er brot á hegningarlögum.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:18

2 identicon

Heitir þetta ekki að hrauna yfir bretana,maður spyr sig

Gunnar (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:20

3 Smámynd: Agla

Gott á þá?

Er gosið annars kannski aðvörun til okkar Íslendinga um að "axla ábyrgð" og skafa af "skítinn sem lekur niður milli axlablaðanna"?

Eru "líkindi til" eða "góðar horfur á" að "tært" gull streymi úr sprungunni innan tíðar?

Agla, 15.4.2010 kl. 11:06

4 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Ábyrgð Íslendinga á að felast í því að koma höndum yfir bankaræningjana. Ná af þeim þýfinu og nota þýfið til að greiða þeim sem töpuðu peningum, þ.m.t. IceSave.

Það er með öllu óábyrgt að láta Íslensku þjóðina bera ábyrgð á ráninu. Hámark kaldhæðninar er að bankaræningjarnir búa allir í Bretlandi og telja sennilega Bretland vera öruggasta skjólið fyrir réttvísinni. Hvað eru svo Bretar að vilja upp á dekk og kalla alla Íslensku þjóðina til ábyrgðar ?

Heimir Hilmarsson, 15.4.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband